Heilsa |

5 ráð til að elska okkur sjálf og eiga heilbrigðan Valentínusardag.

Ef þú ert einhleyp(ur) getur Valentínusardagur verið vandræðalegur tími (þegar þú borðar heilt baðkar af rjómaís). Ef þú ert í sambandi finnst þér kannski ekki nauðsynlegt að beina athygli þinni bara að einum degi.

Hvort sem þú ert ástfangin/n, í leit að sálufélaga eða að skemmta þér einhleyp/ur, þá skulum við búa til Valentínusarveislu fyrir ÞIG. Því samband þitt við þig er það mikilvægasta.

Og besta gjöfin sem þú getur gefið líkama þínum er orka, örvun og sjálfstraust. Svo þú skalt sleppa Ben & Jerry’s (og hnetusmjörs smákökudeiginu) og iðka heilsusamlegar og hjartvænar athafnir á Valentínusardaginn.

Kæri Valentínus… byrjum á nærandi morgunverði.

Eftir að hafa sofið vel út alein/n eða kúrað með öðrum, farðu þá í eldhúsið og byrjaðu daginn með næringarríkum morgunmat. Steiktu egg, sneiddu niður tómata og avocadó og dreifðu yfir ristað heilkornabrauð. Og til að fá það omega sem þú þarft skaltu bæta við laxi (og taka inn dagskammt af BalanceOil).

Elsku Valentínus… veldu þína uppáhaldsathöfn.

Elskar þú jóga eða að skokka? Ganga út á kaffihúsi og fylgjast með fólkinu? Eða gramsa í verslunum í leit að einhverju áhugaverðu? Með því að eyða morgninum í stefnumót við með þér þig og gera eitthvað sem veitir þér ánægju, færðu fullkominn og heilsusamlegan Valentínusardag.

Indæli Valentínus… farðu og gerðu eitthvað óvænt.

Að eyða tíma með móður náttúru er fullkomin lækning ef maður er dapur á V-deginum. Og ef þú ert í sambúð farðu þá á eins dags stefnumóta-ævintýri. Pakkaðu í bílinn og á ströndina, farðu í gönguferð, farðu í bílferð til að heimsækja vini eða vertu í nágrenninu og farðu í lautarferð í almenningsgarðinum. Baðaðu þig í sólinni (ef þú finnur hana) með hlýjum og góðum straumum.

healthy Valentine's Day

Ó, og Valentínus? Eyddu honum með vinum.

Það er engin ástæða til að vorkenna sér þegar maður er með sínu fólki. Bjóddu fólki heim í smökkun á miðjarðarhafsmat og flösku af rauðvíni (en ekki hvað). Ef þú ert fyrir gjafir, leiktu þá “leynijólasvein” á Valentínusardag, svo allir fái pakka til að opna (og lesa vingjarnleg Valentínusarskilboð til sín).

Slepptu löngum biðröðum á veitingahúsum og gerðu daginn notalegan með því að gerast gestgjafi í hádegisverði eða kvöldverði heima hjá þér.

Og líka, Valentínus? Endurvektu gömul kynni.

Nei, nei, við erum ekki að tala um að þú farir tilbaka til fyrrverandi. Þú ert of góð(ur) fyrir það! Eyddu Valentínusardeginum í að hugsa um áhugamál sem þú hefur lagt til hliðar eða námskeiðið sem þú skráðir þig á en kláraðir aldrei.

Mundu, þessi dagur snýst um ÞIG. Það er algerlega þín ákvörðun hvernig þú eyðir honum. Leyfðu sálinni að leiða þig í skemmtun, slökun og góðan félagsskap, eða hverju því sem heldur þér gangandi fyrir hinn fullkomna og heilbrigða Valentínusardag.

Og ef það þýðir að nota V-dag sem “afsökun” til að fá sér súkkulaði, gott og vel… það er hvort sem er hlaðið af andoxunarefnum, alveg eins og Zinzino vörurnar. 😉

gelora news

Lærðu meira um þessar vörur

BalanceOil+ Vegan
BalanceOil+ AquaX
BalanceOil+