Ertu við jafn góða heilsu og þú heldur?

 In Balance, Heilsa

Engar áhyggjur. Þetta er nokkuð sem flestir spyrja sig enda er afar freistandi í ys og þys hversdagsins að fá sér eitthvað auðvelt og fljótlegt í svanginn, sem kannski er ekki svo hollt. Handhægir skyndibitastaðir virðast spretta upp hvert sem litið er og hillur matvörsluverslana eru fullar af unnum matvörum, sem freistandi er að kaupa eftir langan vinnudag. Og það sem verra er, að reyna að kaupa réttu matvörurnar og borða hollt dugar ekki lengur því „hollur matur“ er ekki jafn næringarríkur og áður fyrr.

Flestum gefst ekki tími til að elda næringarríkan, hollan og góðan mat og afleiðingin er sú að líkamar okkar eru ekki lengur í réttu jafnvægi. Í dag hafa jafnvel þeir sem finnst ekkert betra en að slappa af í sófanum, sætt sig við að hreyfing er öllum nauðsynleg. Nú þegar heimurinn stendur frammi fyrir tíðum og ólíkum náttúruhamförum, hefur skilningur aukist um mikilvægi þess að allir leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnisfótsporinu og minnka kjötneyslu í þágu plánetunnar og bættrar heilsu. Sem betur fer bjóða flestir veitingastaðir núorðið upp á máltíðir sem koma til móts við fjölbreyttar matarvenjur viðskiptavina og grænmetisneysla fer vaxandi um heim allan.

Til að koma líkamanum í rétt jafnvægi þarf þó meira til en næringarríkan mat og reglulega hreyfingu. Margir borða sjávarfang reglulega, fylgja mataræði sem inniheldur mikið af plöntufæði og taka jafnvel lýsi með Omega-3, en það nægir ekki alltaf.

Matargæði eru ekki sjálfgefin

Við þurfum að horfa á stóru myndina, því það eru samverkandi áhrif margra þátta sem gera okkur erfitt fyrir. Matvælavinnsla er til dæmis einn fylgifiskur nútímans. Það er gott og blessað að fjarlægja efni sem valda slæmu bragði, lykt og mengun, en stór hluti andoxunarefna og vítamína sem matvæli innihalda frá náttúrunnar hendi tapast einnig í framleiðsluferlinu. Næst þegar þú gerir þér ferð í matvöruverslun til að kaupa ólífuolíu, skaltu muna að ólífuolíur eru ekki allar búnar til á sama hátt. Í bókstaflegum skilningi. Skoðaðu merkimiðann vel og passaðu þig á að velja kaldpressaða hágæða jómfrúarólífuolíu. Ólíkt nútímalegum framleiðsluaðferðum varðveitir þessi forna og hefðbundna framleiðsluaðferð náttúruleg andoxunarefni, vítamín og bólgueyðandi snefilefni sem fyrirfinnast í ólífum og líkamar okkar þurfa nauðsynlega á að halda.

Einnig er gott að hafa í huga að ekki er lengur á vísan að róa með að velja matvæli sem eru náttúrulega auðug af heilsubætandi Omega-3 fitusýrum, því núorðið eru kýr, kjúklingar og fiskar fóðraðir með sérstöku fóðri sem er snautt af þessari nauðsynlegu fitusýru. Svo ekki sé minnst á afleidd heilsuspillandi áhrif þess að borða afurðir dýra sem voru á beit nærri menguðu vatni og jarðvegi.

Leggðu próf fyrir líkamann þinn

Hvað er þá til ráða? Er neysla fæðubótarefna svarið? Auðvitað ættir þú ávallt að ráðfæra þig við lækni áður en þú tekur nokkur fæðubótarefni, en þess utan er úrvalið af fæðubótarefnum gríðarlegt og auðvelt er að taka óupplýsta ákvörðun með því að velja fæðubótarefni sem þú þarft í raun ekki á að halda. Þá ertu í raun að kasta peningum á glæ, eins og kemur glögglega í ljós ef þú kannar jafnvægi líkamans þíns. Það er hægt að gera með því að taka próf til að fá sundurliðun á fitusýrustöðu líkamans þíns svart á hvítu. Jafnvel fólk sem hugar vel að heilsunni verður oft steinhissa þegar það sér niðurstöðurnar, því jafnvægið á milli Omega-6 og Omega-3 fitusýranna sýnir svo ekki verður um villst, hversu hollt mataræði og líferni þeirra er í raun og veru. Þá er gott að hafa í huga að fáfræði gagnast engum. Þegar þú hefur fengið skriflega staðfestingu á fitusýrustöðunni þinni og veist hvað þarf að bæta, þá verður mun auðveldara að koma líkamanum þínum aftur í jafnvægi.

Viltu vita hversu góð heilsan þín er í raun og veru, og hvað er hægt að gera ef niðurstöðurnar koma þér í opna skjöldu? Lestu meira um Zinzino BalanceTest prófið okkar og blóðdropaprufuna sem veita þér upplýsingar um fitusýrustöðuna þína og hvaða breytingar þú gætir þurft að gera.

Recent Posts

Leave a Comment