Heimsmeistari í BMX hjólreiðakeppni, lyftingakona og enn aðeins táningur

 In Brand Ambassadors

Des’ree Barnes sker sig úr. Þegar hún var aðeins sex ára gömul vann hún fyrsta heimsmeistaratitil sinn í Challenge Class flokki á UCI BMX heimsmeistaramótinu. Síðan þá hefur „Desi Racer“ (gælunafn sem hún nældi líka í) unnið fjóra heimsmeistaratitla til viðbótar.

Og þessi kappsama unga kona lætur sér ekki nægja að keppa í BMX hjólreiðum. Hún er einnig öflug lyftingakona og keppti fyrir Ástralíu á Oceania mótinu árið 2017, þegar hún var aðeins 14 ára gömul og náði öðru sæti. Gælunafnið „Desi Racer“ fangar eldmóðinn sem í henni býr fullkomlega – sem knýr metnað hennar til að láta tvö framtíðarmarkmið rætast: að keppa á Ólympíuleikunum í BMX, brautarhjólreiðum eða eins og hún kemst sjálf að orði; „einhverju öðru sem ég hef áhuga á.“

Hvað heitir þú, hvað ertu gömul og hver er atvinnuíþróttin þín?
Ég heiti Des’ree Barnes. Ég er 18 ára gömul, kem frá Ástralíu, og er heimsmeistari í BMX hjólreiðum og kraftlyftingakona.

Hvaða verðlaun og viðurkenningar hefur þú hlotið?
Ég hef notið þeirrar gæfu að keppa á mörgum heimsmeistaramótum, og hef unnið fimm þeirra. Ég hef einnig unnið níu landsmót. Þótt ég keppi ekki í lyftingum eins og er, þá hef ég unnið nokkra landstitla. Einnig byrjaði ég að stunda brautarhjólreiðar árið 2019 og á sem stendur fylkismetið í 500 metra tímatöku.

Hefur þú mætt einhverjum áskorunum?
Ég hef sannarlega þurft að yfirstíga andlegar hindranir vegna óttans við að keppa í hjólreiðum. Hvort sem um ræðir stóru stökkin eða krefjandi æfingaáætlunina, þá hef ég lært mikilvægi þess að slaka á og huga að almennri heilsu minni.

Ég hef þurft að læra að þekkja takmörkin mín og vita hversu hart ég get lagt að mér (og hvenær). Hvernig ég geti rifið mig upp þegar ég er við það að gefast upp. Þú veist, allir þessir hlutir sem íþróttamenn ganga í gegnum á bak við tjöldin.

Hvar heyrðir þú fyrst um Zinzino?
Það var raunar í gegnum Instagram!

Hver var skilningur þinn á Omega-6:3 hlutfallinu sem atvinnumaður í íþróttum?
Ég vissi ekki mikið um það, en nú átta ég mig á mikilvægi þess. Það kom mér mjög á óvart að heyra hversu margir væru í ójafnvægi án þess að átta sig hversu neikvæð áhrif það hefði á heilsuna.

Lestu meira um Omega-6:3 hlutfallið.

Hvaða Zinzino vörur ertu að nota núna?
Ég nota (og elska) BalanceOil+. Olían bætir skrokkinn minn bæði innra með og að utan. Ég nota líka Skin Serum sem hefur gert húðinni minni afar gott. Núnar er það uppáhalds húðverndarvaran mín.

Getur þú sagt okkur frá reynslu þinni af Zinzino?Des’ree Barnes - heimsmeistari í BMX hjólreiðum
Ég er hamingjusamari og hef meiri orku. Mér finnst að þetta mæti þörfum líkama míns, bæði innra með og að utan.

Hvers vegna ætti fólk að íhuga að taka inn BalanceOil?
Vegna þess að hún er heilsubót. Ef þú vilt bæta heilsu og vellíðan þína ættir þú að nota BalanceOil+.

Er Zinzino eingöngu fyrir íþróttamenn?
Nei. Allir geta notið góðs af vörum Zinzino.

​Geturðu lýst upplifun þinni af Zinzino í einni setningu?
Vörurnar eru orðnar hluti af daglegu rútínunni minni. Þær eru áhrifarík leið til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum á sviði heilsu og líkamshreysti. Þær hafa hjálpað húðinni minni og líka bætt almenna heilsu mína.

Fylgstu með ferðalagi Des’ree, „Desi Racer“ á Instagram, Facebook, og YouTube. Sjáðu upplýsingar um hana á BMX Australia.

Sjá alla merkisbera Zinzino Brand Ambassadors.

Recent Posts

Leave a Comment