Saman skulum við senda fleiri börn í skóla með Glocal Aid-góðgerðarfélaginu

 In Góðgerðarmál

Við erum öll eitt. Við erum sameinuð.
Við gerum okkur sífellt betur grein fyrir því.

Átt þú börn? Getur þú ímyndað þér að vera í þeirri stöðu að geta ekki menntað þau? Það er raunveruleiki milljóna fjölskyldna á Indlandi. Glocal Aid, góðgerðarfélag Zinzino, er til í þeim tilgangi að breyta þessu.

Glocal aid stuðlar að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir fólk í neyð til þess að auka lífsgæði þeirra og stuðla að langvarandi breytingum. Menntun er jafn nauðsynleg og matur, vatn og húsaskjól. Enginn á að líða skort. Hvorugt er munaður.

Frá 2016 hefur Glocal Aid unnið með staðbundnum skólum við að veita hundruðum nemenda menntun í Uttar Pradesh héraðinu. Sem viðskiptavinur Zinzino ert þú mikilvægur hlekkur í þessu markmiði.

Núna 2020 þurfum við að taka höndum saman, meira en nokkru sinni fyrr, Þegar sameinaðir KRAFTAR skipta sköpum. Þegar það er afl að baki mannsandanum.

Nú þegar við undirbúum börnin til að snúa aftur í skóla skulum við nýta tímann til að styðja átak Glocal Aid í að koma viðkvæmari börnum inn í skólastofurnar. Leggðu fram þá upphæð sem þú getur. Hér eru engar reglur.

Eru einhverjir aðdáendur Zinzino í tengslaneti þínu? Hvettu þá til að skrá sig fyrir fréttabréfi Glocal Aid til að fá upplýsingar um hvernig þessir peningar eru að breyta samfélögum. Glocal Aid er ekki eitt þeirra góðgerðarfélaga þar sem þú gefur peninga og heyrir svo ekkert meira. Fáðu nákvæmar upplýsingar um hvernig nemendur eru valdir, fylgdu þeim eftir í námi og leyfðu myndum af börnum með breið bros verma hjarta þitt.

glocal aid - saloni & ansh

Þetta er eitt af þeim sjaldgæfu skiptum þar sem þú áttar þig á því að það er alveg jafn mikið sem þau geta kennt okkur – um þrautseigju, þakklæti og einfaldleika. Eins og sögurnar af Salon Devi og Ansh Kumar, sem eru tíu og sex ára gamlir. Börn fátæks verkamanns í Saree verksmiðju, Salon og Ansh búa með móður sinni, afa og ömmu. Faðir þeirra hefur ekki efni á því að kaupa þeirra eigið hús og er hefur aðeins tök á að heimsækja þá á Holi-hátíðinni eða á Deepawali-hátíðinni.

Í einni þessara heimsókna kynntist hann Ebenezer skólanum eftir að hafa séð auglýsingu um hann á markaði. Hann heimsótti skólann á leið sinni heim en var þó tregur í fyrstu að senda stúlkuna sína í skólann. Eftir að starfsfólkið útskýrði fyrir honum að stúlkur séu jafn mikilvægar ákvað hann að senda þau bæði. Fjölskyldan er mjög glöð með að vera hluti af Ebenezer-skólanum. Líf þeirra hafa breyst til frambúðar þökk sé Glocal Aid.

Nú hefst skólinn á ný fyrir öll börnin.

Á erfiðum tímum eins og við stöndum frammi fyrir er erfitt að vita á hvað maður á að trúa. En það þarf ekki nema eina manneskju til að koma af stað keðjuverkun.

Það ert þú. ÞÚ ert við stjórnvölinn. Það kemur ekki að ofan. Þetta er ekki valdapýramídi. Við erum öll í þessu saman og heimurinn er heimili okkar allra.

Gerum hann mun betri með því að gefa örlítið. Gefðu framlag til Glocal Aid í dag.

Recent Posts

Leave a Comment