Deildu kærleikanum – láttu þér annt um aðra

 In Góðgerðarmál

Deildu kærleikanum – Zinzino Gives Back leggur sitt af mörkum til að veita fátækum indverskum börnum tækifæri til menntunar og að öðlast betra líf.  

Síðastliðið ár var engu öðru líkt. Á árinu 2020 fengum við að kynnast því hvernig lífið er án margs þess sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fyrir sum okkar þýddi heimsfaraldurinn að við gátum ekki hoppað um borð í flugvél til að fara í frí í útlöndum. Fyrir aðra olli hann því að lífsnauðsynjar á borð við mat urðu skyndilega ófáanlegar.

COVID-19 veiran fer ekki í manngreinarálit og hún skall á af miklu afli á Indlandi þar sem yfir 10 milljónir tilfella greindust. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á að fátæk samfélög eiga erfiðara með að hafa hemil á veirunni en hin ríkari. Milljónir manna á Indlandi áttu þegar fullt í fangi með að framfleyta sér og fullnægja grunnþörfum sínum áður en faraldurinn gerði sig þar heimakominn. Þegar þú átt erfitt með að verða þér úti um lífsnauðsynjar á borð við vatn, mat, föt og þak yfir höfuðið – eru hlutir eins og menntun varla annað en tálsýn sem getur ekki talist raunhæft markmið. Margar fjölskyldur á Indlandi búa við gríðarlega fátækt án þess að þær eigi nokkra sök á því sjálfar. Fátæktin er oft eitthvað sem fólk býr við frá fæðingu vegna samfélagslegrar stöðu þess innan indverska stéttarkerfisins.

Zinzino Gives Back er samstarfsverkefni með Glocal Aid

Stöldrum aðeins við. Þetta fyllir mann nánast algeru vonleysi, ekki satt? En í stað þess að þjást af sektarkennd eða prísa þig sælan áttu möguleika á að gera eitthvað sem skiptir raunverulegu máli fyrir þá sem þurfa sannarlega á hjálp að halda. The Glocal Aid góðgerðarsamtökin hafa sett sér það markmið að binda enda á fátæktargildruna með því að veita fátækum indverskum börnum viðunandi heilsugæsluþjónustu og aðgang að menntun. Á hverju ári gefur fyrirtækjasvið Zinzino fé til að hjálpa Glocal Aid að bæta líf þessara barna með því að veita þeim menntun svo þau fái notið betra lífs og losni úr viðjum fátæktar. Og miðar áfram. Með því að bæta líf eins barns í einu. Í dag er Zinzino Gives Back einn af helstu samstarfsaðilum Glocal Aid og hefur lagt því til yfir 4.039.569 sænskar krónur.

Að veita 2.000 börnum tækifæri til skólagöngu eigi síðar en 2023

Eins og Glocal Aid er það eindregin skoðun Zinzino Gives back að tækifæri til menntunar ætti að vera sjálfsagður hlutur, sem sagt grundvallarmannréttindi. Öll börn eiga rétt á því að geta gengið í skóla, í stað þess að vera látin þræla á ökrum eða í verksmiðjum og bera byrðar sem foreldrar þeirra ættu að axla.

Glocal Aid hóf þessa vegferð árið 2016 og styður nú 620 nemendur til náms í Ebenezer-skóla í Kukurah-þorpi í Uttar Pradesh-fylki á Indlandi. Allir nemendurnir héldu náminu áfram á meðan heimsfaraldurinn geisaði árið 2020, þökk sé fjarkennslu á netinu og heimsóknum á heimili sem Glocal Aid og Zinzino Gives Back fjármögnuðu. Kennarar og starfsfólk skólans gátu farið í heimsóknir til allra barnanna í skólanum til að athuga hvernig þeim gekk að læra í fjarkennslu.

Að bjóða hjálp af þessu tagi er bara byrjunin. Markmið okkar er að tryggja 2.000 börnum tækifæri til skólagöngu eigi síðar en 2023 og við þurfum á þinni hjálp að halda. Þegar matur, vatn, þak yfir höfuðið, menntun og öryggi eru til staðar er okkur skyndilega ekkert að vanbúnaði að öðlast betra líf. Þessi börn eru framtíðin okkar. Saman getum við verið lausnin. Gakktu í lið með okkur! Hér er það sem þú getur gert núna: www.glocalaid.no

#ZinzinoGivesBack

Recent Posts