Hvað er betaglúkan og hvernig getur það bætt heilbrigði meltingarvegarins?

 In Heilsa, Ónæmiseflandi Fæðubótarefni

Þetta er fínt nafn yfir ákveðna gerð leysanlegs trefjaefnis. Það samanstendur af sykursameindum (fjölsykrum) sem fyrirfinnast í frumuveggjum gerla, sveppa, gersveppa, þörunga, fléttna og plantna. Hafrar eru auðugir af trefjum sem innihalda betaglúkan, og einnig er mikið af því að finna í hveiti, heilkorni, þangi, þörungum og tókasveppum. Betaglúkan er álitið hafa mörg jákvæð heilsufarsleg áhrif, meðal annars á þarmana og ónæmiskerfið. Þess vegna innhalda sum fæðubótarefni betaglúkan. Líkaminn framleiðir heldur ekki betaglúkan sjálfur.

Jákvæð heilsufarsleg áhrif betaglúkans

Leysanleg trefjaefni eins og betaglúkan brotna auðveldlega niður þegar þau fara í gegnum meltingarveginn og leysast upp í hlaupkennt efni í þörmunum. Það lengir í raun tímann sem það tekur mat að ferðast í gegnum meltingarveginn og styður við hægari meltingu, sem leiðir til betri upptöku og dregur úr sveiflum í blóðsykri. Þetta er ólíkt óleysanlegum trefjum sem haldast heilir á ferð sinn um meltingarveginn.

Fæðubótarefni sem innihalda betaglúkan og meiri trefjar í mataræðinu

Sveppir eru frábær uppspretta betaglúkans. Leitaðu að þessum tegundum: Tókasveppur (Shiitake), Maitake, Reishi, Turkey tail, Oyster, Splitgill og Enoki. En þú þarft ekki að borða þessa næringarríku sveppi í öll mál til að njóta góðs af hinum meinhollu eiginleikum betaglúkans.

Almennt borðar fólk ekki nógu mikið af trefjum. Ákjósanlegt magn er 30 grömm á hverjum degi, en staðreyndin er sú að flestir ná ekki einu sinni helmingnum af þessu magni. Til að stuðla að heilbrigðri meltingu og góðri almennri líðan er mikilvægt að við skiljum trefjaneyslu okkar og finnum leiðir til að innleiða betaglúkan í mataræði okkar.

Náttúrulega trefjaríka blandan ZinoBiotic+1)A claim that a food is high in fibre, and any claim likely to have the same meaning for the consumer, may only be made where the product contains at least 6 g of fibre per 100 g or at least 3 g of fibre per 100 kcal. er dæmi um slíka leið. Hún inniheldur betaglúkan úr höfrum, inúlín og frúktófásykru (FOS) úr síkóríurót, psyllium hýði, gúargúmmítrefjar úr indverskum þyrpibaunum, og tormelta sterkju úr korni, grænum banönum og kartöflum. Hún er hönnuð til að styðja við þarmaheilsu, koma jafnvægi á kólesteról2)Beta glucans contribute to the maintenance of normal blood cholesterol levels. The claim may be used only for food which contains at least 1 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these sources per quantified portion. In order to bear the claim information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 3 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these beta glucans. og örveruflóruna, bæta hægðir3)Oat grain fibre contributes to an increase in fecal bulk. The claim may be used only for food which is high in that fibre as referred to in the claim HIGH FIBRE as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006., og draga úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir4)Replacing digestible starches with resistant starch in a meal contributes to a reduction in the blood glucose rise after that meal. The claim may be used only for food in which digestible starch has been replaced by resistant starch so that the final content of resistant starch is at least 14 % of total starch.

Átta trefjaefni (ólíkt flestum vörum á markaðnum) ferðast um meltingarveginn og gerjast í ristlinum þar sem þau „fóðra“ góðgerla svo þeim fjölgi umfram þá sem eru ekki eins æskilegir. Þessi trefjablanda er einnig seðjandi og dregur úr þembu. Þótt ZinoBiotic+ sé trefjablanda hefur hún jákvæð áhrif á allan líkamann, frá toppi til táar.

 

References

1 A claim that a food is high in fibre, and any claim likely to have the same meaning for the consumer, may only be made where the product contains at least 6 g of fibre per 100 g or at least 3 g of fibre per 100 kcal.
2 Beta glucans contribute to the maintenance of normal blood cholesterol levels. The claim may be used only for food which contains at least 1 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these sources per quantified portion. In order to bear the claim information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 3 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these beta glucans.
3 Oat grain fibre contributes to an increase in fecal bulk. The claim may be used only for food which is high in that fibre as referred to in the claim HIGH FIBRE as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006.
4 Replacing digestible starches with resistant starch in a meal contributes to a reduction in the blood glucose rise after that meal. The claim may be used only for food in which digestible starch has been replaced by resistant starch so that the final content of resistant starch is at least 14 % of total starch
Recent Posts

Leave a Comment