Hvað er heilbrigður meltingarvegur og hvers vegna er þarmaflóran mikilvæg?

 In Heilsa, Ónæmiseflandi Fæðubótarefni

Að hafa „tilfinningu í maganum“ er ekki bara orðatiltæki. Það er ekki að ástæðulausu að þarmarnir eru kallaðir hinn heilinn. Heilinn og þarmarnir eru nátengdir víðfeðmu neti tugafruma og „taugahraðbraut“ efna og hormóna. Þetta veitir stöðuga endurgjöf og upplýsingar um hversu svöng við erum eða hversu miklu álagi við finnum fyrir.

Til að átta sig betur á tengingunni milli heilans og þarmanna má benda á hvernig líkaminn bregst við kvíða. Ekki er óalgengt að kvíði valdi meltingartruflunum sem getur kallað á skyndilega klósettferð.

Að hafa heilbrigðan meltingarveg þýðir að vera með daglegar hægðir án stíflu eða verkja. Engin þemba, vindgangur, hægðatregða eða niðurgangur. Að vera með „hamingjusaman“ meltingarveg felur einnig í sér að vera með gott jafnvægi gerla eða örvera, í meltingarveginum. Þarmaflóran hjálpar við upptöku næringarefna (og þar með orku) og veitir vörn gegn skaðlegum veirum.

Algengustu ástæður meltingarvandamála

Stöðugur vindgangur eftir máltíðir, óhoflegur ropi, brjóstsviði og þreyta eftir máltíðir eru allt merki um meltingarvandamál. En hvað veldur þeim? Meltingarvandamál geta stafað af ofvexti gerla (matur er ómeltur þegar hann kemur í ristilinn), ónógri meltingu (matur gerjast og rotnar), lágu magni galls og ensíma, næringarskorti og því að við tyggjum ekki nógu mikið.

Mikilvægi heilbrigðs meltingarvegar fyrir almenna heilsu 

Meltingarkerfið vinnur ekki í einangrun. Það hefur áhrif á heilbrigði alls líkamans. Ástand meltingarvegarins hefur áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi – til dæmis skap sem kann að koma á óvart. Örveruvirkni er drifkrafturinn að góðri heilsu og næring gegnir lykilhlutverki.

Hvernig er hægt að bæta meltingu og örveruflóruna

Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta virkni meltingarkerfisins og þar með almenna heilsu. Best er að draga úr neyslu unninna matvæla og halda sig við jaðar matvöruverslana (þar sem raunverulegan mat er að finna). Mikilvægt er að fá nægan vökva, hreyfa sig reglulega, stunda streitulosandi athafnir og fá góðan svefn. Gott er borða flórubætandi, gerjaðan mat og fá nægar trefjar. Og að sjálfsögðu þarf að forðast reykingar og útsetningu fyrir eitruðum vörum sem geta stórskaðað meltingarveginn.

Borðaðu eins og þú búir í Miðjarðarhafslöndum

Matvæli sem eru álitin eða merkt „holl“ eru ekki alltaf góð fyrir meltinguna. Mjólkurvörur, vörur sem eru framleiddar úr sojabaunum og gervikjöt eru góð dæmi um það. Ef um ræðir langvarandi vandamál er gott að halda matardagbók og fylgjast með því hvernig meltingarkerfið hagar sér.

Fylgdu hreinu og hollu mataræði sem inniheldur mikið af trefjum1)A claim that a food is high in fibre, and any claim likely to have the same meaning for the consumer, may only be made where the product contains at least 6 g of fibre per 100 g or at least 3 g of fibre per 100 kcal., eins og Miðjarðarhafsmataræðinu, og styddu það með fæðubótarefnum sem koma jafnvægi á þarmaflóruna á borð við ZinoBiotic+. Það er sérsniðin blanda átta náttúrulegra trefjaefna2)Oat grain fibre contributes to an increase in fecal bulk. The claim may be used only for food which is high in that fibre as referred to in the claim HIGH FIBRE as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006.. tormelt sterkja3)Replacing digestible starches with resistant starch in a meal contributes to a reduction in the blood glucose rise after that meal. The claim may be used only for food in which digestible starch has been replaced by resistant starch so that the final content of resistant starch is at least 14 % of total starch úr heilkorni, inúlín úr síkóríurót, betaglúkan4)Beta glucans contribute to the maintenance of normal blood cholesterol levels. The claim may be used only for food which contains at least 1 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these sources per quantified portion. In order to bear the claim information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 3 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these beta glucans. úr höfrum, og frúktófásykra (FOS) einnig úr síkóríurót og psyllium hýði.  ZinoBiotic+ stuðlar að heilbrigðum hægðum, dregur úr þembu og hjálpar við að viðhalda eðlilegum kólesterólgildum.*

 

References

1 A claim that a food is high in fibre, and any claim likely to have the same meaning for the consumer, may only be made where the product contains at least 6 g of fibre per 100 g or at least 3 g of fibre per 100 kcal.
2 Oat grain fibre contributes to an increase in fecal bulk. The claim may be used only for food which is high in that fibre as referred to in the claim HIGH FIBRE as listed in the Annex to Regulation (EC) No 1924/2006.
3 Replacing digestible starches with resistant starch in a meal contributes to a reduction in the blood glucose rise after that meal. The claim may be used only for food in which digestible starch has been replaced by resistant starch so that the final content of resistant starch is at least 14 % of total starch
4 Beta glucans contribute to the maintenance of normal blood cholesterol levels. The claim may be used only for food which contains at least 1 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these sources per quantified portion. In order to bear the claim information shall be given to the consumer that the beneficial effect is obtained with a daily intake of 3 g of beta glucans from oats, oat bran, barley, barley bran, or from mixtures of these beta glucans.
Recent Posts

Leave a Comment